fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Hver ferðamaðurinn á fætur öðrum deyr í borginni – Nú er farið að vara þá við

Pressan
Föstudaginn 26. janúar 2024 04:30

Horft yfir Medillín. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tou Ger Xiong hafði líklega ekki nokkru sinni dottið í hug að ferð hans til Medellin í Kólumbíu yrði síðasta ferðin hans. Hann fór þangað til að hitta konu sem hann hafði skrifast á við en hann bjó í Bandaríkjunum. Ferðin endaði með að honum var rænt, hótað og að lokum var hann drepinn.

„Honum datt aldrei nokkru sinni í hug að hann myndi lenda í svona hörmulegum atburði,“ sagði bróðir hans, Eh Xiong, í samtali við BBC.

Dauði hans er meðal margra „dularfullra“ og „grunsamlegra“ dauðsfalla bandarískra ferðamanna í Medellin að því er segir á heimasíðu bandaríska sendiráðsins í Kólumbíu. Það varar nú Bandaríkjamenn við hættum sem geta fylgt því að stunda stefnumót á Internetinu og hitta síðan hinn aðilann í Kólumbíu.

The New York Post segir að svo virðist sem Tou Ger Xiong sé eitt nýjasta fórnarlambið í „hryllilegu trendi“ sem hefur riðið yfir síðustu mánuði. Orðið trend er notað yfir þessi mál sem öll tengjast andlátum átta bandarískra ferðamanna í Kólumbíu.

Ekkert hefur komið fram sem bendir til að málin tengist, annað en að í mörgum þeirra voru fórnarlömbin rænd, neydd til að taka inn eiturlyf og auðvitað stefnumót á Internetinu að því er segir í færslu bandaríska sendiráðsins sem segir að markmið ofbeldismannanna sé að komast yfir peninga.

Tou Ger Xiong vissi vel um þessi mál að sögn bróður hans, sem sagði í samtali við The New York Post, að samt sem áður hafi hann talið sig öruggan í landinu. „Hann var svona manneskja sem trúir á það besta í fólki,“ sagði bróðirinn.

BBC segir að ekki sé vitað hvort Tou Ger Xiong hafi kynnst konunni, sem er fimmtug, í gegnum stefnumótaapp eða hvort hann hafi hitt hana í einhverri af ferðum sínum til Kólumbíu.

En það er vitað að hann var með henni þegar hann hringdi skyndilega í mikilli örvæntingu í bróðir sinn og vin.

Hann ætlaði að hitta konuna, sem hann hafði skrifast á við, þann 10. desember. Þetta endaði með að honum var haldið föngnum í íbúð einni, laminn, pyntaður og verðmætum var stolið af honum af stórum hópi fólks að sögn CBS News.

Hann hringdi í bróður sinn og bað hann um að láns sér 3.000 dollara því það væri lausnargjaldið sem mannræningjarnir vildu fá. Hann hringdi einnig í vin sinn í Kólumbíu til að segja honum að honum væri haldið föngnum og skammbyssu væri miðað á hann, að það þyrfti að finna lausn á þessu.

Fjölskylda hans millifærði 3.000 dollara til konu einnar til að fá hann látinn lausan. En það skipti ekki máli því farið var með hann út í afskekkt skóglendi þar sem honum var kastað fram af 80 metra kletti.

Fernt er í haldi lögreglunnar, einn unglingur og þrír fullorðnir, vegna málsins og er fólkið grunað um að hafa banað honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?