fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Grét þegar hún sá myndbandið af syni sínum

Pressan
Föstudaginn 26. janúar 2024 09:23

Jennifer Crumbley á yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jennifer Crumbley, móðir drengs sem myrti fjögur ungmenni og slasaði sjö til viðbótar, grét þegar hún sá myndband af syni sínum fremja ódæðisverkið.

Sonur hennar, Ethan Crumbley, var fimmtán ára þegar hann framdi skotárás í Oxford-gagnfræðaskólanum í Michigan í nóvember 2021.

Jennifer og eiginmaður hennar, faðir Ethan, eru ákærð í málinu og er það í fyrsta sinn í bandarískri réttarsögu sem foreldrar ungmenna sem fremja skotárásir í skólum eru ákærðir. Réttað verður yfir föðurnum í mars næstkomandi.

Eru foreldrar drengsins sagði hafa hunsað viðvörunarmerki varðandi geðheilsu sonar síns og keypt fyrir hann skotvopnið sem hann notaði í árásinni. Ethan var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn þegar dómur var kveðinn upp í máli hans í desember síðastliðnum.

Þegar málið var tekið fyrir í vikunni var meðal annars spilað myndband í dómsal úr eftirlitsmyndavélum skólans. Á því má sjá þegar Ethan gengur um ganga skólans í leit að fórnarlömbum.

Þegar upptakan var spiluð brotnaði Jennifer niður og voru saksóknarar ósáttir við það. Óttuðust þeir að það gæti haft áhrif á kviðdómendur í málinu sem sátu réttarhöldin. Verjandi Jennifer benti á Jennifer hefði aldrei séð umrædda upptöku og viðbrögð hennar því eðlileg.

Foreldrar Ethans eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsi verði þeir fundnir sekir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?