Sonur hennar, Ethan Crumbley, var fimmtán ára þegar hann framdi skotárás í Oxford-gagnfræðaskólanum í Michigan í nóvember 2021.
Jennifer og eiginmaður hennar, faðir Ethan, eru ákærð í málinu og er það í fyrsta sinn í bandarískri réttarsögu sem foreldrar ungmenna sem fremja skotárásir í skólum eru ákærðir. Réttað verður yfir föðurnum í mars næstkomandi.
Eru foreldrar drengsins sagði hafa hunsað viðvörunarmerki varðandi geðheilsu sonar síns og keypt fyrir hann skotvopnið sem hann notaði í árásinni. Ethan var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn þegar dómur var kveðinn upp í máli hans í desember síðastliðnum.
Þegar málið var tekið fyrir í vikunni var meðal annars spilað myndband í dómsal úr eftirlitsmyndavélum skólans. Á því má sjá þegar Ethan gengur um ganga skólans í leit að fórnarlömbum.
Þegar upptakan var spiluð brotnaði Jennifer niður og voru saksóknarar ósáttir við það. Óttuðust þeir að það gæti haft áhrif á kviðdómendur í málinu sem sátu réttarhöldin. Verjandi Jennifer benti á Jennifer hefði aldrei séð umrædda upptöku og viðbrögð hennar því eðlileg.
Foreldrar Ethans eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsi verði þeir fundnir sekir.