fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

„Veiki maður Evrópu?“ – Þarf bara kaffi

Pressan
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 04:30

Þýska þinghúsið, Bundestag. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit hvað sum ykkar eru að hugsa: Þýskaland er líklega veikur maður. Þýskaland er ekki veikur maður . . . Þýskaland er þreyttur maður eftir stuttan nætursvefn. Þýskaland er örlítið þreytt og þarf „kaffibolla“.“

Þetta sagði Christian Lindner, fjármálaráðherra Þýskalands, á hinni árlegu World Economic Forum ráðstefnu í Davos í Sviss í síðustu viku.

Tilefni ummælanna var að Þýskaland, sem hefur lengi verið talið vélin sem keyrir hagvöxt áfram í Evrópu, hefur hægt verulega á sér. Á síðasta ári skrapp þýska hagkerfið saman um 0,3% og var það líklega versta frammistaða stóru hagkerfanna í Evrópu.

Lindner sagði að Þýskaland væri á „upphafsstigi tímabils endurbóta“ en skýrði ekki nánar hvað hann átti við.

Þýskaland varð þekkt sem „veiki maður Evrópu“ síðla á tíunda áratugnum þegar hagkerfið átti í vanda og atvinnuleysi jókst mikið. Þjóðverjum tókst að snúa þessu við með því að grípa til margra umbóta á vinnumarkaðnum og hjól efnahagslífsins snerust af miklum krafti í kjölfar fjármálakreppunnar 2008.

En síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina. Samdrátturinn í þýska hagkerfinu á síðasta ári var fyrsta samdráttarskeiðið síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar braust út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um