Þetta kemur fram í ársuppgjöri fyrirtækisins. Hagnaðurinn var 5,4 milljarðar dollara.
Í ársuppgjörinu kemur fram að forsvarsmenn fyrirtækisins hafa mikla trú á að það geti vaxið enn frekar því fólk noti efnisveitur sífellt meira.
Hluti af skýringunni á auknum fjölda áskrifenda er að byrjað var að taka hart á þeim sem deila aðgangi sínum með öðrum. Þetta varð greinilega til þess að margir keyptu sér áskrift.