fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

22 ára og berst fyrir lífi sínu: „Ég var alltaf að segja honum að hætta að veipa“

Pressan
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 12:30

Jackson Allard hefur upplifað afar erfiða tíma síðustu mánuði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jackson Allard, 22 ára karlmaður í Fargo í Minnesota í Bandaríkjunum, hefur barist fyrir lífi sínu síðastliðna þrjá mánuði vegna heiftarlegra veikinda.

Jackson var fyrst lagður inn á sjúkrahús í október vegna kviðverkja en ekki löngu síðar kom í ljós að hann var með slæma inflúensusýkingu og lungnabólgu í báðum lungum. Ástand hans hélt áfram að versna og var honum komið fyrir í öndunarvél um tíma.

Valley News fjallar um mál Jacksons en í fréttinni kemur fram að læknar hafi metið stöðuna þannig að til að lifa af þyrfti hann að gangast undir tvöfalda lungnaígræðslu.

Í byrjun janúar síðastliðnum gekkst hann undir aðgerðina og gekk hún ágætlega. Ljóst er að langt og strangt ferli er fram undan hjá Jackson til að ná fyrri styrk.

Í umfjölluninni kemur fram að læknar telji að óhófleg notkun hans á rafsígarettum hafi átt sinn þátt í að ástand hans varð jafn slæmt og raun bar vitni. Lungu hans hafi verið orðin illa farin og illa undir það búin að fá slæma sýkingu eins og gerðist í haust.

„Ég var alltaf að segja honum að hætta að veipa. Hann var alltaf með rafsígarettu. Hann veipaði allan daginn en sagði alltaf að það væri hollara en að reykja sígarettur,“ segir amma hans, Doreen Hurlburt.

Í grein Valley News er rætt við Stephanie Hanson, lækni við Sanford-sjúkrahúsið sem segir að ekki sé nóg vitað um langtíma afleiðingar þess að veipa.

„Þetta er tiltölulega nýtt þannig að langtímaáhrifin eru óþekkt. Í hreinskilni sagt er það dálítið óhugnanlegt,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin