fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Yngsti meðlimur Trumpfjölskyldunnar dekurdýr frá fæðingu sem smyr sig með kavíar

Pressan
Mánudaginn 22. janúar 2024 16:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann er ekki svo lítill lengur, yngsti sonur fyrrum Bandaríkjaforseta, Barron Trump, en hann má með sanni kalla dekurdýr. Þetta er nokkuð sem að yngstu börnin í systkinahópum þekkja, enda eru foreldrarnir þá gjarnan búin að koma sér betur fyrir í lífinu og hafa meira á milli handanna. Líklega þó fáir foreldrar orðnir jafn auðugir og umsvifamiklir og Donald Trump var orðinn þegar Barron bættist í hópinn.

DailyExpress greinir fyrir því að dekurlíf yngsta erfingjans sé íburðarmikið. Samkvæmt nýlegum afhjúpunum notar Barron til að mynda hvorki meira né minna en rakakrem með kavíar til að halda húð sinni góðri. Hann býr í húsi þar sem má meðal annars finna keilubraut og þó hann búi tæknilega séð enn í foreldrahúsum þá hefur hann heila hæð útaf fyrir sig, og það á besta stað í New York. Þannig var það jafnvel þegar hann var krakki. Þá hafði hann þessa hæð fyrir sig og fyrir barnfóstrur sínar. Strax við fæðingu rigndi yfir hann rándýrum gjöfum frá nafntoguðum einstaklingum. Svo sem barnavagn frá rándýrum hönnunarhúsum, hringlur úr eðalmálmum og annað sem börn hafa almennt ekki mikinn áhuga á, en foreldrarnir jafnan lukkulegir með engu að síður.

Móðir hans, Melania Trump, lýsir honum sem góðu barni sem er sko engin grenjuskjóða. Hann sé rólegur og frábær.

Dekrið hélt svo áfram eftir að Barron fluttist með foreldrum sínum í Hvíta húsið þegar Donald varð forseti. Starfsmenn Hvíta hússins voru fljótir að læra hvernig ætti að gera forsetasyninum til geðs og þess var gætt að ávallt væri til nóg af snarli og öðru sem Barron kunni að meta, því ekki þýddi nokkuð að láta nokkurn af Trump-fjölskyldunni bíða.

Barron hefur þó haldið í slóvenskar rætur sínar úr móðurlegg. Hann talar slóvensku og varði miklum tíma með móðurömmu sinni á mótunarárum sínum. Hann talar líka frönsku. Árið 2015 sagðist Melania vera virk í uppeldi hans, enda drengurinn þá aðeins 9 ára og þurfti foreldri sem hann hafði greiðan aðgang að. Donald var mikið að ferðast og þá kom það í hlut Melaniu að vera til staðar fyrir soninn.

Melania hefur ávallt talað fallega til sonar síns. Hún segir hann ákveðinn, sjálfstæðan og skapandi. Hann sé með góðan smekk og myndi aldrei klæðast joggingbuxum og hafi frá blautu barnsbeini haft lítinn áhuga á barnalegum hlutum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana