fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Forstjóri fyrirtækis lést í hörmulegu slysi á starfsmannaskemmtun

Pressan
Mánudaginn 22. janúar 2024 09:17

Fallið var um fimm metrar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forstjóri tæknifyrirtækisins Vistex lést í skelfilegu slysi á starfsmannafagnaði sem haldinn var á dögunum í Ramoji Film City á Indlandi á dögunum. Urðu fjölmargir starfsmenn vitni að slysinu.

Forstjórinn, Sanjay Shah, og forseti þess, Vishwanath Raju Datla, höfðu komið sér fyrir í búri uppi í rjáfri fyrir ofan sviðið í salnum þar sem skemmtunin fór fram.

Ætluðu stjórnendurnir að láta sig síga niður á sviðið áður en þeir tækju til máls á skemmtuninni. Ekki vildi betur til en svo að vír sem hélt búrinu uppi slitnaði og skullu þeir harkalega til jarðar. Talið er að fallið hafi verið um fimm metrar.

Sanjay lést af völdum höfuðáverka en Datla var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús.

Shah stofnaði fyrirtækið árið 1999 og er það með skrifstofur í um tuttugu löndum, að því er fram kemur í umfjöllun New York Post. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru stórfyrirtæki á borð við GM, Yamaha og Coca-Cola.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin