Forstjórinn, Sanjay Shah, og forseti þess, Vishwanath Raju Datla, höfðu komið sér fyrir í búri uppi í rjáfri fyrir ofan sviðið í salnum þar sem skemmtunin fór fram.
Ætluðu stjórnendurnir að láta sig síga niður á sviðið áður en þeir tækju til máls á skemmtuninni. Ekki vildi betur til en svo að vír sem hélt búrinu uppi slitnaði og skullu þeir harkalega til jarðar. Talið er að fallið hafi verið um fimm metrar.
Sanjay lést af völdum höfuðáverka en Datla var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús.
Shah stofnaði fyrirtækið árið 1999 og er það með skrifstofur í um tuttugu löndum, að því er fram kemur í umfjöllun New York Post. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru stórfyrirtæki á borð við GM, Yamaha og Coca-Cola.