fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

13 ára stúlka notaði „Hjálpið mér!“ skilti til að losna úr klóm mannræningja

Pressan
Mánudaginn 22. janúar 2024 07:30

Skiltið sem stúlkan bjó til. Mynd:Bandaríska dómsmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun júlí á síðasta ári nam Steven Robert Sablan, 62 ára, 13 ára stúlku á brott í San Antonio í Texas. Hann beindi byssu að henni og þvingaði hana inn í bíl sinn og ók síðan með hana til Long Beach í Kaliforníu. Á leiðinni beitti hann hana kynferðislegu ofbeldi.

Hann var alls ótengdur stúlkunni að sögn saksóknara í Kaliforníu sem segja að Sablan hafi játað sök í málinu og var játningin hluti af sátt um málalok. Hann verður dæmdur í að minnsta kosti 20 ára og að hámarki ævilangt fangelsi samkvæmt samningnum. Hann verður auk þess settur á skrá yfir kynferðisbrotamenn. Dómurinn yfir honum verður kveðinn upp í lok október.

CNN segir að Sablan hafi hótað stúlkunni og sagst ætla að meiða hana ef hún kæmi ekki inn í bílinn hans.

Stúlkunni var bjargað eftir þrjá daga í haldi Sablan. Hann fór þá inn í þvottahús í Long Beach og nýtti stúlkan tækifærið til að útbúa skilti sem á stóð: „Hjálpið mér!“ sem hún hélt síðan úti í glugga bíls Sablan. Vegfarandi sá skiltið og hringdi umsvifalaust í lögregluna sem frelsaði stúlkuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“