fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Fyrstu landnemarnir gætu hafa komið yfir ísilagðan „þjóðveg“

Pressan
Sunnudaginn 21. janúar 2024 15:30

Kristófer Kólumbus kom bara eiginlega síðastur til Ameríku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu ísöld gæti fyrsta fólkið, sem komst til Ameríku, hafa komið þangað frá Asíu eftir ísilögðum „þjóðvegi“.

Vísindamenn segja að á síðustu ísöld gæti fyrsta fólkið hafa komist frá Asíu til Ameríku yfir ísilagðan sjóinn. Segja þeir að þeir hafi hugsanlega ferðast yfir ísinn og einnig notast við báta til að sigla meðfram ströndinni.

Ef þetta er rétt þá er þetta enn eitt púslið í ráðgátuna um hvernig fólk komst yfir Beringia, sem er landið sem eitt sinn tengdi Asíu og Norður-Ameríku.

Rannsóknin var birt á síðasta ári í vísindaritinu PNAS. Hún beindist upphaflega að því að rannsaka hvort hægt hefði verið að komast yfir Beringia á bátum. Þegar höfundarnir kynntu rannsóknina á ársþingi American Geophysical Union í San Francisco um miðjan desember ræddu þeir um mikilvægi hafíssins.

Tvær kenningar eru uppi um hvernig fyrsta fólkið gæti hafa komist til Ameríku. Sú eldri gengur út á að fólk hafi komist þessa leið þegar Beringia var því sem næst íslaus. En sífellt fleiri gögn benda til að fólk hafi siglt meðfram Kyrrahafsströnd Asíu, Beringia og Norður-Ameríku fyrir rúmlega 15.000 árum. Þá hefðu miklar ísbreiður gert ferðirnar mjög erfiðar.

Það hefur lengi verið erfitt að sannreyna hvor kenningin er rétt, aðallega vegna þess að flestir líklegir staðir, þar sem fólk settist að, eru nú undir sjó. Þetta hefur Live Science eftir Jesse Farmer, hjá University of Massachusetts, sem kom ekki að gerð rannsóknarinnar.

Um 14.000 ára gömul ummerki um búsetu fólks í vesturhluta Kanada hafa fundist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar