fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Forðastu þessi mistök og þú nærð lífslengjandi svefni

Pressan
Sunnudaginn 21. janúar 2024 22:30

Hún sofnaði örugglega ekki yfir sjónvarpinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lifðu betra og lengra lífi. Þetta er ávinningurinn af því að sofa vel. Þá vaknar spurningin um hvernig maður gerir það? Uppskriftin er í sjálfu sér einföld og í sumum tilfellum einnig óvænt.

Það getur verið hættulegt fyrir heilsuna ef maður fær ekki þann svefn sem maður hefur þörf fyrir. Það getur meðal annars stytt þann tíma sem maður fær í þessu lífi.

Það er því skynsamlegt að taka eftir því sem sérfræðingar á þessu sviði segja um góðan svefn.

Birgitte Rahbek Kornum, vísindamaður og áhugamanneskja um svefnrannsóknir, sagði í samtali við B.T. að það sé heildartími svefns sem skipti máli, það er heildarsvefninn á sólarhring. Fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur þótt svefninn sé ekki samfelldur. „Að sjálfsögðu á ekki að rjúfa svefninn 50 sinnum en ef þú er vakandi í nokkur skipti á nóttunni, þá skiptir það engu máli,“ sagði hún.

Hún sagði að fullorðnir þurfi að sofa sjö til níu klukkustundir á hverjum sólarhring og það sé í fínu lagi að sofa helminginn af þessu tíma á nóttunni og hinn helminginn á daginn. Það að þú sofir meira hafi mikil áhrif á líf fólks, bæði til skamms tíma og langs tíma.

Ef fólk sofi ekki nóg þá eigi það erfiðara með einbeitingu, gráti frekar og taki reiðiköst. Til langs tíma litið þá hafi of lítill svefn þau áhrif að líf fólks styttist.

Hún sagðist hafa tamið sér fimm venjur til að tryggja góðan svefn.

Þær eru að hún fer upp í rúm fyrir klukkan 23. Drekkur ekki kaffi eftir klukkan 16. Reynir að forðast að nota samfélagsmiðla á kvöldin. Íhugar vel hvort hún eigi að nota farsímann, til dæmis hvort það geti ekki beðið morguns að svara tölvupósti. Sefur í dimmu, svölu og þægilegu herbergi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana