Það getur verið hættulegt fyrir heilsuna ef maður fær ekki þann svefn sem maður hefur þörf fyrir. Það getur meðal annars stytt þann tíma sem maður fær í þessu lífi.
Það er því skynsamlegt að taka eftir því sem sérfræðingar á þessu sviði segja um góðan svefn.
Birgitte Rahbek Kornum, vísindamaður og áhugamanneskja um svefnrannsóknir, sagði í samtali við B.T. að það sé heildartími svefns sem skipti máli, það er heildarsvefninn á sólarhring. Fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur þótt svefninn sé ekki samfelldur. „Að sjálfsögðu á ekki að rjúfa svefninn 50 sinnum en ef þú er vakandi í nokkur skipti á nóttunni, þá skiptir það engu máli,“ sagði hún.
Hún sagði að fullorðnir þurfi að sofa sjö til níu klukkustundir á hverjum sólarhring og það sé í fínu lagi að sofa helminginn af þessu tíma á nóttunni og hinn helminginn á daginn. Það að þú sofir meira hafi mikil áhrif á líf fólks, bæði til skamms tíma og langs tíma.
Ef fólk sofi ekki nóg þá eigi það erfiðara með einbeitingu, gráti frekar og taki reiðiköst. Til langs tíma litið þá hafi of lítill svefn þau áhrif að líf fólks styttist.
Hún sagðist hafa tamið sér fimm venjur til að tryggja góðan svefn.
Þær eru að hún fer upp í rúm fyrir klukkan 23. Drekkur ekki kaffi eftir klukkan 16. Reynir að forðast að nota samfélagsmiðla á kvöldin. Íhugar vel hvort hún eigi að nota farsímann, til dæmis hvort það geti ekki beðið morguns að svara tölvupósti. Sefur í dimmu, svölu og þægilegu herbergi.