Útvarpsmerkin berast frá miðju stjörnuþyrpingarinnar sem heitir 47 Tucanae. Þetta er ein þéttasta stjörnuþyrpingin í Vetrarbrautinni en þar eru rúmlega milljón stjörnur og gríðarlega bjartur og þéttur kjarni.
Stjörnuþyrpingar eru leifar frá árdögum alheimsins og er 47 Tucanae ein sú bjartasta sem sést á næturhimninum. Dr Arash Bahramian, stjörnufræðingur hjá ICRAR í Ástralíu, sagði í samtali við Live Science að stjörnuþokur séu ótrúlega þéttar og þar séu allt frá tugum þúsunda stjarna til milljóna stjarna saman á svæði.
Það tók Bahramian og samstarfsfólk um 450 klukkustundir að búa myndina til en það var gert með „the Australia Telescope Compact Array“.
Útvarpssjónaukar geta numið útvarpsbylgjur sem berast utan úr geimnum og stjörnufræðingar geta síðan breytt þeim í myndir.
Fyrstu skráðu heimildirnar um 47 Tucanae eru frá átjándu öld. Stjörnuþyrping sést vel með berum augum á næturhimninum.
Með því að rannsaka þyrpinguna af svona mikilli nákvæmni uppgötvuðu stjörnufræðingar veik merki sem berast frá miðju hennar. Dr Alessandro Paduano, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að tvær skýringar komi helst til greina á þessum merkjum. Önnur er að það sé svarthol í stjörnuþyrpingunni og ef svo er, þá er að „mjög mikilvæg uppgötvun“ að hans sögn. Hin er að þarna sé tifstjarna sem sendi frá sér útvarpsmerki.