fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Norður-Kórea segist hafa prófað hryllilegt vopn

Pressan
Föstudaginn 19. janúar 2024 21:30

Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu sem norðurkóreska varnarmálaráðuneytið sendi frá sér í morgun segir það að tilraun hafi verið gerð með sannkallað hryllingsvopn. Þetta er kjarnorkusprengja ætluð til notkunar neðansjávar.

Segir ráðuneytið að tilraunin hafi verið svar við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu. í þeim tók meðal annars kjarnorkuknúið bandarískt flugmóðurskip þátt.

Segja Norðanmenn að æfingin sé „alvarleg ógn við öryggi landsins“ og því hafi verið gripið til þess ráðs að prófa neðansjávarkjarnorkusprengjuna Haeil-5-23 í Japanshafi, nærri Kóreu.

Áður höfðu Norðanmenn sagt að þeir hafi gert margvíslegar tilraunir með neðansjávardróna sem getur borið kjarnaodd. Með þessu segjast þeir geta komið af stað „geislavirkri flóðbylgju“. Haeil þýðir flóðbylgja á kóresku.

Sérfræðingar eru þó ekki vissir um að Norður-Kóreumenn séu að segja satt og hafa efasemdir um að þeir ráði yfir vopni af þessu tagi.

Spennan á milli Kóreuríkjanna hefur aukist mikið á síðustu vikum og bæði hafa þau eflt viðbúnað sinn við landamærin og staðið fyrir heræfingum við þau.

Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, sagði í síðustu viku að sameining ríkjanna væri ekki lengur möguleg og að Norður-Kórea vilji ekki að til stríðs komi en hafi heldur ekki í hyggju að forðast stríð. Hann tilkynnti jafnframt að þeim stofnunum, sem vinna við að koma á ferðum ferðamanna á milli ríkjanna, verði lokað sem og þeirri stofnun sem undirbjó hugsanlega sameiningu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?