fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Hver myrti Laci? Nú á að skoða hvort eiginmaðurinn sé í raun og veru saklaus

Pressan
Föstudaginn 19. janúar 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á aðfangadag árið 2002 hvarf hin 27 ára gamla Laci Peterson, sem var barnshafandi, frá heimili sínu og eiginmannsins, Scott Peterson, í Modesto í Kaliforníu. 

Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og var það Scott sjálfur sem skýrði grátandi frá því að Laci hefði verið horfin þegar hann kom heim úr veiðiferð seint að kvöldi. Lögreglu fór fljótt að gruna að Scott væri ekki að segja alveg satt frá og leiddi rannsóknin í ljós að hann hafði lifað tvöföldu lífi.

Laci og Scott höfðu verið gift í fimm ár og áttu þau von á dreng um mánuði eftir hvarfið. Höfðu þau ákveðið að drengurinn fengi nafnið Connor. Lík Lacy og Connors fundust þann 13. apríl 2003 og af ummerkjum að dæma var ljóst að hún hafði verið myrt.

Við rannsókn málsins komst lögregla meðal annars yfir myndir sem sýndu að þessi „góði og trúi eiginmaður“ var ekki sá sem hann sagðist vera. Myndirnar sýndu Scott með annarri konu og fljótlega kom í ljós að hann hafði átt í nokkrum ástarsamböndum eftir að hann kvæntist Laci. Það síðasta var með konu sem starfaði á nuddstofu.

Scott var handtekinn þann 18. apríl 2003. Hann var þá nærri golfvelli og sagðist vera á leið í golf. En það sem var í bíl hans benti til þess að hann væri að leggja á flótta, líklega til að hefja nýtt líf einhvers staðar.

Hann hafði safnað skeggi, aflitað hárið og í bíl hans fann lögreglan marga „áhugaverða hluti“ sem bentu til að hann væri á flótta. Meðal annars voru þar 12 Viagra töflur, 15.000 dollarar í reiðufé, útilegubúnaður, fjórir farsímar, mikið af fötum og tvö ökuskírteini.

Árið 2005 var Scott dæmdur til dauða. Hæstiréttur Kaliforníu felldi dauðadóminn úr gildi í ágúst 2020 en úrskurðaði um leið að dómur undirréttar stæði óhaggaður að öðru leyti.

Nú hefur Innocence Project í Los Angeles, samtök sem taka að sér mál fanga sem taldir eru hafa verið dæmdir þrátt fyrir sakleysi, ákveðið að skoða mál Scotts betur eftir að „nýjar upplýsingar“ komu fram. Sjálfur hefur hann ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu og segist ekki hafa myrt eiginkonu sína.

Scott segir að ný sönnunargögn muni varpa ljósi á sakleysi hans en meðal þess sem á að skoða eru sönnunargögn úr innbroti sem framið var skammt frá heimili hjónanna í desember 2002. Verjendur Scotts halda því fram að Lacy hafi komið að innbrotsþjófum á heimili sínu þennan örlagaríka dag og verið myrt.

„Nýju gögnin renna stoðum undir það að hann sé saklaus og vekja spurningar um hver það var sem myrti Laci,“ segir í gögnum sem Innocence Project hafa lagt fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni