fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Fyrsta frímerkta bréfið á uppboði

Pressan
Föstudaginn 19. janúar 2024 06:30

Umslagið góða. Mynd: Sotheby‘s

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta var byltingarkennd uppgötvun árið 1840 en í dag er þetta einstakur safngripur. Þetta er fyrsta þekkta bréfið, með fyrirframgreiddu frímerki, sem sent var.

CNN skýrir frá þessu og segir að bréfið verði selt á uppboði hjá uppboðshúsinu Sotheby‘s í New York í næsta mánuði.

Bréfið var sent til William Blenkinsop Jr þann 2. maí 1840. Vitað er að hann var forstjóri járnsteypu fyrirtækis norðan við Lundúnir en annars er lítið sem ekkert vitað um hann.

Sendandinn póstlagði bréfið í Lundúnum og setti svokallað Penny Black frímerki á umslagið.

Innihald sendingarinnar glataðist en umslagið var notað aftur. Því var einfaldlega snúið við á rönguna og sent til annars Blenkinsop, líklega föður William Blenkisop Jr.

Upprunalegu stimplarnir eru enn á umslaginu innan- og utanverðu.

Penny Black, sem var fyrsta frímerkið, var ekki sett í umferð fyrr en 6. maí 1840 svo þessi notkun fjórum dögum áður hefur verið einhverskonar generalprufa.

Það var kennarinn Sir Rowland Hill sem fann frímerkið upp. Tilgangurinn var að einfalda bréfasendingar en á þessum tíma var það móttakandinn sem greiddi fyrir bréfið og var kostnaðurinn mjög falinn. Kerfið var flókið í framkvæmd og burðargjöldin ófyrirsjáanleg. Nýja fyrirkomulagið, frímerki, sló í gegn og einfaldaði bréfasendingar mjög.

Ef þú hefur áhuga á að eignast bréfið góða þá er eins gott að veskið þitt sé vel þykkt því reiknað er með að það seljist á sem nemur allt að 350 milljónum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu