fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Kínverjar gerðu óhugnanlega rannsókn á afbrigði kórónuveirunnar – Dánartíðnin 100%

Pressan
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskir vísindamenn hafa gert tilraunir með hættulegt afbrigði af kórónuveirunni sem gæti valdið miklum usla kæmist það í menn. Mýs voru sýktar með afbrigðinu og drápust þær allar á innan við átta dögum.

Niðurstöður rannsóknar vísindamannanna voru birtar á dögunum og hafa fjölmiðlar á borð við New York Post og Daily Mail fjallað um þær.

Vísindamennirnir eru sagðir hafa klónað vírus, sem kallast GX_P2V, sem finnst í hreisturdýrum. Erfðabreyttar mýs voru sýktar af vírusnum og var markmiðið að skoða hvernig menn myndu bregðast við ef þeir myndu sýkjast af þessum tiltekna vírus.

Í niðurstöðum vísindamannanna kemur fram að það hafi komið þeim á óvart hversu hratt framgangur sjúkdómsins var í þeim músum sem voru sýktar.

Vírusinn hafði áhrif á lungu, bein, augu og heila. Mýsnar sem sýktust léttust mikið og áttu erfitt með að hreyfa sig áður en þær drápust.

Í umfjöllun New York Post kemur fram að þetta sé í fyrsta sinn dánarhlutfall er 100% í rannsókn þar sem veirur úr ætt kórónuveira koma við sögu.

Rannsóknin hefur fengið hörð viðbrögð í vísindasamfélaginu og segir Francois Balloux, prófessor í faraldursfræði við University College London, að um algjörlega tilgangslausa rannsókn sé að ræða. Sagði hann á samfélagsmiðlinum X að hann sæi ekkert gott koma út úr slíkri rannsókn.

„Á sama tíma get ég séð hvernig svona rannsókn getur farið úrskeiðis,“ sagði hann og vísaði í hættuna á því að veiran komist í menn.

Benti hann á að ekkert væri fjallað um það í rannsókninni hvaða varúðarráðstafanir hefðu verið gerðar í rannsókninni til að tryggja að veiran kæmist ekki út af tilraunastofunni. Undir þetta tók Richard H. Ebright, prófessor í efna- og líffræði við Ruger‘s University.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni