Það er líka auðvelt að gleyma því að hinar sjö pláneturnar í sólkerfinu þeysast einnig í kringum sólina á svipuðum hraða eða að þær hafa allar verið á braut um sólina í milljarða ára.
Live Science reiknaði nýlega út hversu marga hringi jörðin hefur farið um sólina síðustu 4,6 milljarða ára þegar sólin fór að taka á sig mynd úr gasskýjum sem mynduðust í öflugum sprengingum.
Risapláneturnar Júpíter, Satúrnur, Úranus og Neptúnus mynduðust fyrir um 4,59 milljörðum ára og fyrir 4,5 milljörðum ára var röðin komin að minni plánetunum, Merkúri, Venusi, jörðinni og Mars.
Þegar pláneturnar mynduðust var braut þeirra um tunglið ekki sú sama og í dag, þetta á sérstaklega við um risastóru pláneturnar. Fyrstu 100 milljónir árin eftir að pláneturnar mynduðust þá var mikill óstöðugleiki í sólkerfinu og þyngdarafl plánetanna togaðist á. En að lokum komst ró á og pláneturnar komu sér fyrir á brautum sínum sem hafa ekki breyst mikið síðan.
Það tekur jörðina eitt ár að fara einn hring um sólina og þar sem hún hefur verið til í 4,5 milljarða ára þá hefur hún farið um 4,5 milljarða hringi um sólina.
Hvað varðar hinar pláneturnar þá hafa þær farið mismarga hringi um sólina vegna þess að brautir þeirra um hana eru mislangar. Braut Merkúrs er styst en það tekur plánetuna 88 daga að fara einn hring um sólina. Merkúr hefur því farið 18,7 milljarða hringi um hana.
Neptúnus er með lengstu brautina en það tekur plánetuna 60.190 daga að fara einn hring um sólina og hefur hún því „aðeins“ farið 27,9 milljónir hringi um sólina.