fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Vara við notkun stefnumótaforrita eftir fjölmörg grunsamleg dauðsföll

Pressan
Föstudaginn 12. janúar 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska sendiráðið í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, hefur varað þegna sína við notkun stefnumótaforrita þar í landi eftir „grunsamleg dauðsföll“ eins og það er orðað.

Átta bandarískir ferðamenn eru sagðir hafa látist í nóvember og desember við grunsamlegar aðstæður.

Segir sendiráðið að skipulagðir glæpahópar noti forritin til að lokka grunlausa ferðamenn á veitingastaði eða bari þar sem þeir eru síðan rændir, barðir og jafnvel drepnir.

Í tilkynningu sendiráðsins kemur fram að brot af þessu tagi, það er líkamsárásir og rán, séu oft ekki tilkynnt þar sem fórnarlömbin eiga það til að upplifa skömm.

DV sagði á dögunum frá bandaríska skemmtikraftinum Tou Ger Xioung sem mælti sér mót við óþekkta konu þegar hann var staddur í Kólumbíu í desember. Honum var rænt og fannst lík hans í útjaðri Medellin eftir að mannræningjarnir kröfðust lausnargjalds fyrir hann.

Sjá einnig: Bandarískur skemmtikraftur fannst myrtur – Var rænt þegar hann ætlaði að hitta dularfulla konu

Bandarísk yfirvöld hafa ekki ástæðu til að ætla að öll átta dauðsföllin tengist en málin hafa komið upp í borgunum Medellin, Cartagena og Bogota.

BBC bendir á að það sé ekki með öllu hættulaust að vera erlendur ferðamaður í Kólumbíu. Tilkynningum um rán fjölgaði um 200% síðustu þrjá mánuði nýliðsins árs samanborið við árið þar á undan og þá fjölgaði morðum á erlendum ferðamönnum um 29% á sama tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana