fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Ný rannsókn tengir algengan sjúkdóm við aukna hættu á elliglöpum

Pressan
Föstudaginn 12. janúar 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að tengsl eru á milli heyrnartaps og þess að fá elliglöp. Samkvæmt niðurstöðunum þá eru allt að 13% meiri líkur á að þróa með sér elliglöp ef þeir sem glíma við heyrnartap eru bornir saman við þá sem ekki glíma við slíkt.

Það voru vísindamenn við Syddansk University í Danmörku sem gerðu rannsóknina og tóku 573.088 manns þátt í henni að því er segir á heimasíðu háskólans.

Fram kemur að þeir sem glíma við mikið heyrnartap séu í sérstaklega mikilli hættu á að þróa með sér elliglöp en það eru 20% meiri líkur á að þeir þrói með sér elliglöp miðað við þá sem ekki glíma við heyrnartap.

Jesper Hvass-Schmidt, yfirlæknir á Háskólasjúkrahúsinu í Óðinsvéum og einn höfunda rannsóknarinnar, segir að heyrnartap geti stressað heilann og þetta stress getur aukið líkurnar á elliglöpum.

„Við vitum ekki hvort heyrnartapið sjálft getur verið orsök en við sjáum tengsl þar sem heyrnartap eykur líkurnar á elliglöpum,“ sagði hann.

Vísindamennirnir rannsökuðu gögn 573.088 manns á árunum 2003 til 2017. Allir þátttakendurnir voru eldri en fimmtugir og bjuggu í suðurhluta Danmerkur. Enginn þeirra glímdi við elliglöp áður en rannsóknin hófst.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að það er munur á þróun elliglapa eftir því hvort fólk notar heyrnartæki eða ekki. Reyndust vera 20% meiri líkur á að þeir sem ekki nota heyrnartæki þrói með sér elliglöp en þeir sem eru með eðlilega heyrn.

„Ef maður byrjar nægilega snemma að nota heyrnartæki, á meðan heilinn er í nokkuð góðu standi til að læra að nota heyrnartæki, þá teljum við að heyrnartæki geti átt þátt í að draga úr þessum auknu líkum,“ sagði Hvass-Schmidt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu