fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Lygilegt ráðabrugg komst upp þegar dóttirin sá skilaboðin í síma mömmu sinnar

Pressan
Föstudaginn 12. janúar 2024 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roxanne Doucette, 64 ára kona í Massachusetts í Bandaríkjunum, gæti átt þungan fangelsisdóm yfir höfði sér eftir að hún reyndi að koma eiginmanni sínum fyrir kattarnef.

Málið þykir um margt óvenjulegt en þannig er mál með vexti að Roxanne komst í kynni við mann á netinu sem þóttist vera sápuóperustjarnan Thorsten Kaye sem leikur í The Bold and the Beautiful.

Roxanne keypti allt sem hann sagði og lagði meira að segja inn á hann 4.000 Bandaríkjadali, um 550 þúsund krónur, vegna meintra fjárhagsvandræða kappans.

Það sem ýtti Roxanne yfir brúnina voru textaskilaboð frá svikaranum þann 1. desember síðastliðinn þar sem hann sagði: „Þú þarft að losa þig við eiginmanninn, elskan. Ég þarf svo mikið á þér að halda.“

Roxanne svaraði nokkrum klukkustundum síðar og sagðist vera að útbúa súpu fyrir eiginmann sinn með „sérstöku hráefni“. Velti hún fyrir sér hvort hún gæti ekki leyst út líftryggingu eiginmanns síns í kjölfarið.

Eiginmaðurinn, sem er 73 ára, borðaði súpuna en missti meðvitund og veiktist hastarlega. Roxanne hafði sjálf samband við lögreglu og var eiginmanni hennar komið undir læknishendur.

Eiginmaður Roxanne komst til meðvitundar og er á batavegi en ráðabruggið komst upp þegar dóttir þeirra hjóna skoðaði síma móður sinnar og sá skilaboðin sem gengu á milli.

Í frétt NBC kemur fram að Roxanne hafi ekki enn verið ákærð fyrir tilraun til manndráps en hún dvelur nú á heimili sínu með ökklaband.

Hún neitar að hafa ætlað að drepa eiginmann sinn og heldur því fram að súpan sem hún bar á borð fyrir hann hafi verið níu daga gömul. Þess vegna hafi eiginmaður hennar veikst.

Sápuóperustjarnan Thorsen Kaye kom hvergi nálægt málinu og virðist sem um dæmigert netsvindl hafi verið að ræða sem gekk of langt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?