fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Dæmdur í 100 ára fangelsi fyrir að skjóta 8 ára dóttur sína þegar hann ætlaði að skjóta son sinn

Pressan
Föstudaginn 12. janúar 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tony Valez, 66 ára Montanabúi, var nýlega dæmdur í 100 ára fangelsi fyrir að hafa óviljandi skotið 8 ára dóttur sína til bana þegar hann skaut á móður hennar og son sinn.

Valez var ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði, tvær morðtilraunir og fyrir að hafa stofnað lífi fólks í hættu. KTVH skýrir frá þessu.

Valez var handtekinn í júlí 2022 eftir að hann skaut dóttur sína, Arianna Valez, til bana. Hann var mjög reiður þegar þetta gerðist því hann taldi að tvær konur væru komnar heim til hans til að bera hann út úr húsinu. Hann náði í skammbyssu inn í svefnherbergi sitt og hóf skothríð.

Hann sagði lögreglunni að hann hefði skotið konu sína, Heather Hall, þar til hún féll í gólfið. Því næst skaut hann á 18 ára son sinn. Hann hæfði hann ekki en skot fór í bak dóttur hans þegar hún reyndi að hlaupa undan skothríðinni.

Við dómsuppkvaðninguna sagði dómarinn að Valez hafi fundist réttlætanlegt að reyna að skjóta konu sína og son en líklega hafi hann ekki áttað sig á að hann skaut dóttur sína.

Verjandi Valez fór fram á að hann yrði dæmdur í 40 ára fangelsi að hámarki en saksóknari krafðist 100 ára fangelsisdóms og varð dómarinn við þeirri kröfu.

Valez getur sótt um reynslulausn þegar hann verður orðinn 91 árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar