Valez var ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði, tvær morðtilraunir og fyrir að hafa stofnað lífi fólks í hættu. KTVH skýrir frá þessu.
Valez var handtekinn í júlí 2022 eftir að hann skaut dóttur sína, Arianna Valez, til bana. Hann var mjög reiður þegar þetta gerðist því hann taldi að tvær konur væru komnar heim til hans til að bera hann út úr húsinu. Hann náði í skammbyssu inn í svefnherbergi sitt og hóf skothríð.
Hann sagði lögreglunni að hann hefði skotið konu sína, Heather Hall, þar til hún féll í gólfið. Því næst skaut hann á 18 ára son sinn. Hann hæfði hann ekki en skot fór í bak dóttur hans þegar hún reyndi að hlaupa undan skothríðinni.
Við dómsuppkvaðninguna sagði dómarinn að Valez hafi fundist réttlætanlegt að reyna að skjóta konu sína og son en líklega hafi hann ekki áttað sig á að hann skaut dóttur sína.
Verjandi Valez fór fram á að hann yrði dæmdur í 40 ára fangelsi að hámarki en saksóknari krafðist 100 ára fangelsisdóms og varð dómarinn við þeirri kröfu.
Valez getur sótt um reynslulausn þegar hann verður orðinn 91 árs.