Sky News segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafi Seth verið á heimleið með leigubíl þegar lögreglan handtók hana eftir að hafa fundið líkið í ferðatösku hennar.
Hún skráði sig inn á hótel í Goa á laugardaginn en drengurinn var ekki með henni þegar hún yfirgaf hótelið á mánudagskvöld. Paresh Naik, yfirlögregluþjónn, sagði að starfsfólk hótelsins hafi fundið blóðbletti þegar það fór að þrífa herbergið og hafi gert lögreglunni viðvart.
Lögreglan hringdi þá í leigubílstjórann og bað hann um að aka með Seth á næstu lögreglustöð.
Þegar ferðataska hennar var opnuð kom lík drengsins í ljós.
Lögreglan hafði samband við eiginmann hennar, sem var staddur í Indónesíu, og bað hann um að koma heim aftur til að aðstoða við rannsókn málsins.
Seth hefur verið úrskurðuð í sex daga gæsluvarðhald.