fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Fundu blóðbletti í hótelherbergi – Lík 4 ára drengs fannst í kjölfarið í ferðatösku

Pressan
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 08:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indverska kaupsýslukonan Suchana Seth var handtekin á mánudagskvöldið eftir að lík fjögurra ára sonar hennar fannst í ferðatösku hennar. Seth rekur The Mindful AI Lab í Bengaluru, sem er miðstöð tæknifyrirtækja á Indlandi.

Sky News segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafi Seth verið á heimleið með leigubíl þegar lögreglan handtók hana eftir að hafa fundið líkið í ferðatösku hennar.

Hún skráði sig inn á hótel í Goa á laugardaginn en drengurinn var ekki með henni þegar hún yfirgaf hótelið á mánudagskvöld. Paresh Naik, yfirlögregluþjónn, sagði að starfsfólk hótelsins hafi fundið blóðbletti þegar það fór að þrífa herbergið og hafi gert lögreglunni viðvart.

Lögreglan hringdi þá í leigubílstjórann og bað hann um að aka með Seth á næstu lögreglustöð.

Þegar ferðataska hennar var opnuð kom lík drengsins í ljós.

Lögreglan hafði samband við eiginmann hennar, sem var staddur í Indónesíu, og bað hann um að koma heim aftur til að aðstoða við rannsókn málsins.

Seth hefur verið úrskurðuð í sex daga gæsluvarðhald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana