Corbells hefur birt fjölda myndbanda á undanförnum árum sem sýna meinta fljúgandi fuðuhluti og komst hann til dæmis yfir upptöku af píramídalöguðum hlutum sem flugu yfir bandarískt herskip undan ströndum Kaliforníu árið 2021.
Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, staðfesti síðar að upptökurnar væru ósviknar og ekki væri búið að eiga við þær.
Corbells birti nýjasta myndbandið sitt á samfélagsmiðlinum X og virðist það sýna skringilegan hlut, sem minnir einna helst á fljúgandi marglyttu, á flugi yfir herstöðinni.
Hluturinn flaug svo yfir vatn og hvarf ofan í það, að sögn Corbells. Eftir dágóða stund birtist hluturinn aftur áður en hann flaug burt á ógnarhraða.
Eðli málsins samkvæmt hefur myndbandið sem Corbells birti í gær vakið talsverða athygli en sitt sýnist hverjum um hvað það er sem sést á því. Efasemdarmenn segja að líklega sé um einhvers konar óhreinindi á linsunni að ræða en aðrir segja að málið þarfnist frekari rannsóknar.
Today we release the RAW footage of a military filmed UAP incursion within a United States joint operations base. This UAP of unknown origin displayed transmedium capability – and has been officially designated by the United States intelligence agencies as a UAP (Unidentified… pic.twitter.com/gomB8N2eI2
— Jeremy Kenyon Lockyer Corbell (@JeremyCorbell) January 9, 2024