fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Birtir athyglisvert myndband af fljúgandi furðuhlut – Hvað sérð þú?

Pressan
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeremy Corbells, áhugamaður um fljúgandi furðuhluti, hefur birt myndband sem sýnir dularfullan hlut á sveimi yfir bandarískri herstöð í Írak. Myndbandið er frá því í október 2018.

Corbells hefur birt fjölda myndbanda á undanförnum árum sem sýna meinta fljúgandi fuðuhluti og komst hann til dæmis yfir upptöku af píramídalöguðum hlutum sem flugu yfir bandarískt herskip undan ströndum Kaliforníu árið 2021.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, staðfesti síðar að upptökurnar væru ósviknar og ekki væri búið að eiga við þær.

Corbells birti nýjasta myndbandið sitt á samfélagsmiðlinum X og virðist það sýna skringilegan hlut, sem minnir einna helst á fljúgandi marglyttu, á flugi yfir herstöðinni.

Hluturinn flaug svo yfir vatn og hvarf ofan í það, að sögn Corbells. Eftir dágóða stund birtist hluturinn aftur áður en hann flaug burt á ógnarhraða.

Eðli málsins samkvæmt hefur myndbandið sem Corbells birti í gær vakið talsverða athygli en sitt sýnist hverjum um hvað það er sem sést á því. Efasemdarmenn segja að líklega sé um einhvers konar óhreinindi á linsunni að ræða en aðrir segja að málið þarfnist frekari rannsóknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni