Þegar viðbragðsaðilar komu á prestsetrið fundu þeir alblóðugan prestinn sem hafði þá skorið getnaðarliminn af sér. Þetta gerðist í nóvember að sögn dagblaðsins Novinka.
Blaðið segir að læknar hafi nú staðfest að presturinn hafi verið bitinn af mítli og hafi TBE-veiran borist í hann við bitið. Hún olli sýkingu í heila hans og mænu.
Talið er að veiran hafi valdið heilahimnubólgu og geðrofi sem aftur varð til þess að presturinn skar getnaðarliminn af sér.