fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Leynilegur fundur um óþekkta fljúgandi hluti vekur upp vangaveltur um hverju sé verið að leyna

Pressan
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn verður lokaður fundur haldinn hjá eftirlitsnefnd bandaríska þingsins. Þar munu nefndarmenn fá upplýsingar um óþekkta fljúgandi hluti sem er nýja nafnið á fljúgandi furðuhlutum.

Mikill áhugi hefur verið á málum tengdum óþekktum fljúgandi hlutum síðustu mánuði í kjölfar þess að David Grusch, fyrrum starfsmaður þeirrar deildar bandaríska varnarmálaráðuneytisins sem rannsakar mál tengd óþekktum fljúgandi hlutum, gerðist uppljóstrari og sagði að bandarísk stjórnvöld séu með geimför frá öðrum plánetum í sinni vörslu. Sé þar um bæði heil geimför að ræða og skemmd.

Í kjölfar uppljóstrana hans fóru yfirheyrslur fram fyrir þingnefnd og báru Grusch og tveir aðrir aðilar vitni fyrir nefndinni og skýrðu frá reynslu sinni og vitneskju um óþekkta fljúgandi hluti.

Ryan Graves, fyrrum orustuflugmaður hjá bandaríska sjóhernum, sagði að óþekktir fljúgandi hlutir séu „opinbert leyndarmál“ meðal orustuflugmanna. Hann skýrði frá reynslu annars orustuflugmanns sem þurfti að forða árekstri við „dökkgráan kassa sem var inni í glæru hylki“ sem var hreyfingarlaus í loftinu þrátt fyrir vind.

David Fravor, fyrrum yfirmaður í sjóhernum, sagði frá hinum fræga „Tic Tac“ fljúgandi furðuhlut. Þetta var lítill hvítur hlutur sem þaut framhjá herflugvél og kom fram á ratsjá í um 100 km fjarlægð nokkrum sekúndum síðar.

Grusch sagði nefndinni að fólki hafi verið unnið „mein eða slasað“ til að leyna upplýsingum um geimförin.

Hann kom nýlega fram í hlaðvarpinu „Joe Rogan Experience“ og sagði að bandarísk yfirvöld hafi fundið „að minnsta kosti tíu“ lík geimvera í geimförum sem brotlentu.

Í skýrslu sem bandaríska geimferðastofnunin NASA birti á síðasta ári kemur fram að engar sannanir hafi fundist fyrir því að óþekktir fljúgandi hlutir séu frá öðrum plánetum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“