fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Ákærður fyrir morðið á Emilie Meng og fleiri níðingsverk

Pressan
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 04:35

Emilie Meng. Mál hennar er eitt umtalaðasta morðmál síðari tíma í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

32 ára karlmaður var í gær ákærður fyrir morðið á Emilie Meng árið 2016 sem og að hafa svipt hana frelsi í langan tíma og nauðgað henni. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa svipt 13 ára stúlku frelsi í langan tíma, að hafa nauðgað henni og að hafa ætlað að myrða hana. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa reynt að svipta unga stúlku frelsi í Sorø.

Mál Emilie Meng lá þungt á dönsku þjóðinni en hún hvarf nótt eina sumarið 2016 þegar hún var á heimleið eftir næturskemmtun. Lík hennar fannst á aðfangadag sama ár í vatni í töluverðri fjarlægð frá staðnum þar sem hún hvarf. Lögreglunni miðaði lítið við rannsókn málsins og var málið eitt umtalaðasta óleysta morðmálið í Danmörku þar til á síðasta ári.

Þá var 13 ára stúlka numin á brott nærri Kirkerup á Sjálandi. Umfangsmikil leit var gerð að henni og stóð danska þjóðin á öndinni og fylgdist með leitinni. Óhætt er að segja að margir hafi óttast hið versta, að stúlkan myndi ekki finnast á lífi en mál Emilie Meng var mikið rifjað upp í tengslum við þetta mál en stutt er á milli staðanna þar sem þær hurfu.

Rúmum sólarhring eftir að 13 ára stúlkan hvarf boðaði lögreglan til fréttamannafundar og áttu flestir von á að hún myndi flytja þjóðinni slæm tíðindi af leitinni. Rétt áður en fréttamannafundurinn átti að hefjast var honum frestað. Þegar hann hófst síðan nokkrum mínútum síðar komu tveir yfirlögregluþjónar og fluttu þau tíðindi að rétt áður en fundinum var frestað hefði lögreglan fundið stúlkuna á lífi og handtekið manninn sem var grunaður um að hafa numið hana á brott. Hafði málið þar með tekið algjörlega nýja stefnu. Ekki var laust við að tár læddust fram hjá yfirlögregluþjónunum og viðstöddum fréttamönnum við þessi góðu tíðindi og það sama átti við um stærsta hluta þjóðarinnar.

Málin þrjú sem maðurinn er ákærður fyrir eru:

Mál Emilie Meng – Hann er ákærður fyrir að hafa árið 2016 svipt Emilie frelsi í langan tíma og að hafa nauðgað henni og myrt.

Mál 13 ára stúlkunnar – Hann er ákærður fyrir að hafa í apríl á síðasta árið svipt stúlkuna frelsi í langan tíma, að hafa nauðgað henni og reynt að drepa hana.

Nauðgunartilraun – Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa í nóvember 2022 reynt að svipta 15 ára stúlku frelsi í langan tíma og að hafa reynt að nauðga henni. Hann réðst á stúlkuna þegar hún var í kvöldgöngu. Hún náði að veita mótspyrnu, öskra og berjast á móti þar til maðurinn lagði á flótta.

Ákæran verður tekin fyrir hjá undirrétti í Næstved í maí og júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um