B.T. skýrir frá þessu og segir að læknirinn sé ákærður fyrir að hafa notfært sér það að sjúklingurinn var háður honum um meðferð til að fá hana til að stunda kynlíf með sér, bæði samfarir og önnur form kynlífs.
Hin meintu brot áttu sér stað í sumarleyfisíbúð á Fjóni.
Ákæruvaldið krefst þess að læknirinn verði sviptur læknaleyfi tímabundið. Málið verður tekið fyrir hjá undirrétti í Óðinsvéum síðar í mánuðinum.