Morrison er 39 ára en Gill var 45 ára og saman áttu þau tvær dætur, Elsie og Ada Rose sem eru 15 og 5 ára. Þau gengu í hjónaband árið 2006.
Óvíst er hvernig andlát hennar bar að en Gill hafði glímt við heilsubrest og gekkst undir nýrnaígræðslu árið 2022.
Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að hún hafi verið að leita að húsi til að leigja skömmu áður en hún fannst látin. Ekki kemur fram hvort þau hjónin hafi verið á leið í sitt hvora áttina áður en Gill lést. Lögregla segir að ekki leiki grunur á að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.
James Morrison er þekktur tónlistarmaður og var til að mynda valinn tónlistarmaður ársins árið 2007 á Brit Awards-tónlistarhátíðinni. Lag hans, You Give Me Something, var tilnefnt sem besta lagið á sömu hátíð.
Morrison hefur upplifað röð áfalla á undanförnum árum. Hann missti föður sinn og bróður fyrir nokkrum árum og nú eiginkonu sína sem hann hafði verið með síðan hann var 17 ára.