Hún hefur gert suma að auðkýfingum en aðrir hafa tapað miklu á að hafa stundað viðskipti með hana.
En af hverju skiptir 10. janúar máli varðandi Bitcoin? Ástæðan er að þann dag mun bandaríska fjármálaeftirlitið taka afstöðu til hvort nokkrir af stærstu bandarísku fjárfestingarsjóðunum megi búa til sína eigin Bitcoin-sjóði þannig að þeir geti boðið viðskiptavinum sínum að fjárfesta í Bitcoin í gegnum hlutabréfamarkaðinn í staðinn fyrir að þurfa að kaupa rafmyntina á hinum villta rafmyntamarkaði.
Ef fjármálaeftirlitið heimilar þetta telja sérfræðingar það verða gott fyrir þróun Bitcoin og muni gera myntina „hreinni“ og viðurkenndari.