Þetta skilyrði er að andlitsmyndirnar þurfa að vera af hvítu fólki. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Sage.
Amy Dawel, sálfræðingur við Australian National háskólann, kallar þetta „ofurraunveruleika“ þar sem fólk telur andlitsmyndir, sem gervigreind gerir, raunverulegri en raunverulegar andlitsmyndir af þeim sem eru fyrirmyndir myndanna sem gervigreindin gerir. Þetta er mikið áhyggjuefni þegar horft er til svokallaðrar djúpfölsunar þar sem gervigreind er notuð til að búa til myndir af raunverulegu fólki.
En eins og áður segir þá á þetta bara við ef andlitin eru hvít. Þegar myndir af lituðu fólki voru notaðar var niðurstaðan önnur. Dawel bendir á að þetta geti haft áhrif á hvernig gervigreind er búin til og einnig á hvernig er litið á litað fólk á Internetinu. Live Science skýrir frá þessu.