fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Dularfull uppgötvun – Verðum við að hugsa þetta upp á nýtt?

Pressan
Sunnudaginn 7. janúar 2024 15:30

Svona líta þessar holur út. Mynd:Finnish Heritage Agency, Hakonen et al., Antiquity, 2023

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Tainiaro í Finnlandi, nærri heimskautsbaug er mikið af ummerkjum eftir steinaldarmenn. Í um 200 holum hafa frá því 1959 fundist fjölmerki ummerki um steinaldarmenn. Þar á meðal eru 6.500 ára munir á borð við verkfæri og ösku.

En það hafa engin bein fundist eða aðrar leifar af fólki. En samt sem áður telja finnskir vísindamenn að holurnar séu grafstæði fólks. Ef það er rétt, þá verður að hugsa upp á nýtt hvernig steinaldarfólk bjó í Norður-Evrópu. Science Alert skýrir frá þessu.

Fram kemur að vísindamennirnir báru holurnar, sem eru manngerðar, saman við önnur grafstæði steinaldarmanna í Norður-Evrópu.

Margar af holunum eru nokkurn veginn samskonar að lögun og stærð og grafir þar sem bein hafa fundist.

Ef rétt er að þarna hafi mörg hundruð steinaldarmenn verið grafnir á litlu svæði, þá hefur samfélag steinaldarmanna á þessu svæði verið mun stærra en áður var talið.

Í rannsókn finnsku vísindamannanna, sem hefur verið birt í vísindaritinu Atiquity, kemur fram að frekari rannsókna sé þörf áður en hægt er að skera úr um þetta með fullri vissu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi