En það hafa engin bein fundist eða aðrar leifar af fólki. En samt sem áður telja finnskir vísindamenn að holurnar séu grafstæði fólks. Ef það er rétt, þá verður að hugsa upp á nýtt hvernig steinaldarfólk bjó í Norður-Evrópu. Science Alert skýrir frá þessu.
Fram kemur að vísindamennirnir báru holurnar, sem eru manngerðar, saman við önnur grafstæði steinaldarmanna í Norður-Evrópu.
Margar af holunum eru nokkurn veginn samskonar að lögun og stærð og grafir þar sem bein hafa fundist.
Ef rétt er að þarna hafi mörg hundruð steinaldarmenn verið grafnir á litlu svæði, þá hefur samfélag steinaldarmanna á þessu svæði verið mun stærra en áður var talið.
Í rannsókn finnsku vísindamannanna, sem hefur verið birt í vísindaritinu Atiquity, kemur fram að frekari rannsókna sé þörf áður en hægt er að skera úr um þetta með fullri vissu.