Hann hefur samtals selt 1,28 milljónir hluta frá 1. nóvember og það hefur skilað dágóðum skildingi í vasa hans. Samkvæmt útreikningum Bloomberg þá hefur hann hagnast um 428 milljónir dollara á þessari sölu. Þetta svarar til tæplega 60 milljarða íslenskra króna.
Zuckerberg hafði setið fast á hlutabréfum sínum í Meta síðan í nóvember 2021 en þá seldi hann síðast hlutabréf áður en sölulotan hófst að þessu sinni.
Gengi hlutabréfa í Meta og öðrum tæknifyrirtækjum lækkaði mikið 2022 vegna vaxtahækkana og þar með áttu fyrirtækin í erfiðleikum með að fá peninga að láni. Ekki bætti úr skák að greinendur á hlutabréfamarkaði töldu virði fyrirtækjanna minna en áður.
En gengi hlutabréfa tæknifyrirtækja tók við sér á síðasta ári og hækkaði verð hlutabréfa í Meta um heil 194%.
Bloomberg segir að Zuckerberg sé sjöundi ríkasti maður heims en auður hans er metinn á 125 milljarða dollara. Hann á um 13% hlutabréfanna í Meta.