fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Hlaðvarpsstjórnendur dæmdir í fangelsi

Pressan
Föstudaginn 5. janúar 2024 08:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir stjórnendur hlaðvarpsþáttar í Bretlandi hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir hatursáróður og að hvetja til ofbeldisverka.

Christopher Gibbons var dæmdur í átta ára fangelsi og Tyrone Patten-Walsh fékk sjö ára dóm. Mennirnir voru stjórnendur hlaðvarpsþáttarins Lone Wolf Radio þar sem þeir þeir dreifðu allskonar hatursáróðri sem beindist meðal annars að samkynhneigðum, múslimum, lituðu fólki og ýmsum minnihlutahópum í Bretlandi.

Mennirnir eru sagðir hafa aðhyllst stefnu nýnasista og sögðu þeir að „kynþætti hvítra yrði líklega útrýmt“ ef ekkert yrði gert. Kölluðu þeir eftir því að hvítir einstaklingar sem ættu í ástarsambandi við fólk af öðrum kynþætti yrðu hengdir. Sagði Gibbons til dæmis að Harry Bretaprins væri réttdræpur fyrir „landráð“ og sonur hans og Meghan Markle, Archie, ætti að hljóta sömu örlög.

Dómarinn í málinu var harðorður í garð þeirra Gibbons og Tyrone. Sagði hann að þó að þeir ættu rétt á því að hafa sínar skoðanir hefðu þeir gengið allt of langt.

Mennirnir voru búnir að gefa út rúmlega tuttugu þætti og höfðu þættirnir verið spilaðir samanlagt um 9.000 sinnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni