CNN skýrir frá þessu og segir að hann hafi nú kynnt nýja pítsu til sögunnar. Hún heitir margherita con ananas og með henni vill hann berjast gegn matarfordómum.
„Á undanförnum árum hef ég tekið eftir því að margir eru með fordóma gegn ákveðnu hráefni eða því hvernig matur er eldaður, aðallega vegna þess að fólk þekkti ekki þessar aðferðir hér áður fyrr. Þess vegna vildi ég nota þetta hráefni, sem er meðhöndlað eins og það sé eitur, á napólíanskri pítsu,“ sagði hann að sögn CNN.
Til að breyta hugarfari Ítala hefur hann kynnt nýja aðferð til sögunnar. Í henni felst að ananasinn er bakaður í ofni, síðan er hann kældur og síðan er provolaosti, sem er reyktur ostur, bætt við á pítsuna auk ólífuolíu og basilíkum.
Nýja pítsan hefur notið mikilla vinsælda á veitingastöðum Sorbillo en hann á 21 veitingastað víða um heim, þar á meðal í Miami og Tókýó.