fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Harkalegar deilur á Ítalíu – Pítsubakari í sviðsljósinu

Pressan
Föstudaginn 5. janúar 2024 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram að þessu hefur þetta þótt algjörlega óviðeigandi á Ítalíu að setja ananas á pítsu en nú hefur þessi afstaða hugsanlega breyst. Það er þá allt hinum þekkta pítsubakara Gino Sorbillo að þakka, eða kenna!

CNN skýrir frá þessu og segir að hann hafi nú kynnt nýja pítsu til sögunnar. Hún heitir margherita con ananas og með henni vill hann berjast gegn matarfordómum.

„Á undanförnum árum hef ég tekið eftir því að margir eru með fordóma gegn ákveðnu hráefni eða því hvernig matur er eldaður, aðallega vegna þess að fólk þekkti ekki þessar aðferðir hér áður fyrr. Þess vegna vildi ég nota þetta hráefni, sem er meðhöndlað eins og það sé eitur, á napólíanskri pítsu,“ sagði hann að sögn CNN.

Til að breyta hugarfari Ítala hefur hann kynnt nýja aðferð til sögunnar. Í henni felst að ananasinn er bakaður í ofni, síðan er hann kældur og síðan er provolaosti, sem er reyktur ostur, bætt við á pítsuna auk ólífuolíu og basilíkum.

Nýja pítsan hefur notið mikilla vinsælda á veitingastöðum Sorbillo en hann á 21 veitingastað víða um heim, þar á meðal í Miami og Tókýó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um