fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Game over! 13 ára piltur varð fyrstur allra til að „sigra“ Tetris

Pressan
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 06:30

Ótrúlegur árangur hjá Willie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég finn ekki fyrir fingrunum, ég finn ekki fyrir höndunum . . . það líður yfir mig.“ Þetta er meðal þess sem Willie Gibson, 13 ára piltur frá Oklahoma, segir í 42 mínútna myndbandi, sem hann birti á YouTube, þar sem hann sést „sigra“ tölvuleikinn Tetris.

Hann varð þar með fyrsta manneskjan til að sigra í Tetris, eða öllu heldur klára þennan vinsæla tölvuleik.

Í myndbandinu sést þegar tölvuleikurinn hrynur þegar Willie kemst alla leið á borð 157. „Guð minn góður . . . það líður yfir mig,“ heyrist hann segja um leið og hann reynir að ná stjórn á andardrætti sínum.

Sky News segir að það hafi tekið Willie 38 mínútur að láta leikinn hrynja og þar með sigra í honum fyrstur allra.

Lengi vel var talið að borð 29, þar sem mesti hraðinn í leiknum næst, væri efsta borð hans. En síðan gerðist það 2011 að leikmaður komst á þrítugasta borð. Í kjölfarið komust aðrir spilarar enn lengra en þar til nú voru það aðeins gervigreindarforrit sem höfðu náð að klára leikinn. En Willie fetaði í fótspor þeirra og kláraði leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar