fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Sannkölluð ferðamartröð – Tóku málin í eigin hendur

Pressan
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum neyðist maður bara til að taka málin í eigin hendur og það var nákvæmleg það sem bandarísk fjölskylda gerði eftir að hún lenti í einni verstu martröð allra ferðalanga þann 22. desember.

Á leið frá Flórída til Norður-Karólínu hvarf hluti af farangri Catherine Gavino og fjölskyldu hennar á dularfullan hátt. Fox News skýrir frá þessu og segir að þegar fjölskyldan var lent á Charlotte Douglas alþjóðaflugvellinum hafi komið í ljós að það vantaði eina af ferðatöskum hennar. En fjölskyldan ætlaði ekki að láta þetta eyðileggja jólafögnuðinn.

Catherine hafði verið svo forsjál að koma GPS-sendi fyrir í töskunni og hún var fljót að sjá að töskunni hafði verið stolið því hún var á ferð í vesturátt eftir hraðbraut einni. Catherine ætlaði ekki að sitja aðgerðarlaus og greip því til sinna aðgerða.

Í samtali við Queen City News sjónvarpsstöðina sagði hún að hún hafi ekki viljað sitja undir þessu og því hafi hún tekið málið í eigin hendur.

Fjölskyldan tók farangurinn sinn, leigði bíl og lagði af stað í sömu átt og stolna taskan var á leið í. Þeim tókst að finna hverfið þar sem taskan var en fundu þó ekki heimilisfangið þar sem hún var. Af þeim sökum varð hún að gefa töskuna upp á bátinn, að sinni.

Á jóladag skoðaði Catherine staðsetningu töskunnar á ný og fékk þá upp nákvæmt heimilisfang í bænum Gastonia. Með aðstoð lögreglunnar fann hún töskuna en þá var búið að tæma hana. Lögreglan handtók þjófinn sem er grunaður um fleiri þjófnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin