Hún er sögð hafa spáð fyrir um stóra atburði á borð við Brexit, sigur Andy Murray á Wimbledon tennismótinu og andlát Elísabetar II. Nú hefur hún skýrt frá hverju við megum eiga von á þetta árið. Hún er ekki ein í sinni fjölskyldu um að búa yfir spádómshæfileika því hún segist hafa erft þennan hæfileika frá frænku sinni sem las framtíðina úr teblöðum.
Í samtali við Metro sagðist hún alltaf hafa notað sömu aðferð og frænka hennar nema hvað hún kastar aspas í stað teblaða og les framtíðina úr aspasnum eftir því hvernig hann lendir. „Ég sé mynstrið samstundis, hugsanlega vegna þess að ég hef langa reynslu af þessu. Spádómar mínir eru venjulega 75-90% réttir. Ég fer yfir spádóma mína og hugsa með mér: „Já, þetta gerðist, já, þetta gerðist.“ Öðru hvoru hef ég rangt fyrir mér þegar ég hef ekki lesið rétt í aspasinn en ég er aldrei langt frá. Ég spáði fyrir um að Boris Johnson yrði forsætisráðherra um fjórum árum áður en hann varð það og fólk hló sig máttlaust.“
Það dregur ekki mátt úr henni að spádómar hennar eru ekki alltaf réttir og hún setti fram spá um hverju við megum búast við á árinu. Þetta eru nokkrir af helstu spádómum hennar fyrir árið.
Skipt verður um ríkisstjórnir um allan heim því fólk verður þreytt á leiðtogum sínum.
Hjá bresku konungsfjölskyldunni mun það bera einna helst til tíðinda að þar munu einhver hjóna skilja og önnur munu skilja að borði og sæng.
Fólk mun hætta að hafa áhuga á fræga fólkinu því almenningur mun beina sjónum sínum að síhækkandi framfærslukostnaði.
Almenningsálitið varðandi atburðina í Miðausturlöndum mun taka breytingum og vendingar eiga sér stað.
Breskir öfgahópar munu glata stuðningi almennings.
Fleiri konur munu dæma knattspyrnuleiki hjá körlum.
Þjóðarleiðtogar munu andast og kona verður forseti Bandaríkjanna.
Áhrifavaldar verða minna áberandi en áður því fólk mun einblína á raunveruleikann.