The Guardian segir að eftir að lögreglunni var tilkynnt að líkamsleifar hefðu sést í kjafti krókódílsins hafi hann verið drepinn. Um karldýr var að ræða og var það í skurði í Largo þegar það var drepið.
Líkamsleifar manneskju fundust í skurðinum. Ekki liggur fyrir hvort krókódíllinn banaði manneskjunni en niðurstöðu krufningar er beðið. Rannsókn leiddi í ljós að um 41 árs konu var að ræða.
Jamarcus Bullard, íbúi í Largo, sagði að sögn The Guardian að hann hafi verið á leið fram hjá skurðinum þegar hann sá krókódílinn: „Ég henti steini að honum til að kanna hvort þetta væri örugglega krókódíll. Þá kom í ljós að hann var með neðri hluta af skrokk manneskju sem hann dró niður í vatnið.“