Það sem þeir bjuggu til er leitarvélin Google. Daglegur fjöldi leita á Google er nú um 3,5 milljarðar eða 99.000 á sekúndu. Engin furða að þetta sé stærsta leitarvél heims.
Það voru þeir Lawrence Edward Page (Larry Page) og Sergei Mikhailovit Brin (Sergei Brin) sem lögðu grunninn að Google. Þeir voru báðir nemendur við Harvard háskólann í Cambridge í Massachusetts. Þeir fengu það verkefni að þróa stafrænan vettvang sem væri hægt að nota til að leita í þeim mikla fjölda upplýsinga sem eru á Internetinu.
Það tókst þeim svo sannarlega og síðan hefur Google svo sannarlega haslað sér völl í netheimum. Samkvæmt nýjustu tölum frá Google þá fær leitarvélin 89,3 milljarða heimsókna í hverjum mánuði. Þetta er töluverð aukning frá 1998 en þá voru heimsóknirnar um 300.000 á mánuði.
Fyrsta skrefið í þróun Google var leitarvélin Backrub en eftir því sem hinir miklu möguleikar hennar urðu greinilegir breyttu Page og Brin nafninu í Google. Nafnið er dregið af orðinu googol sem er táknið fyrir 1 með 100 núllum. Það vísar til hins gríðarlega magns upplýsinga sem eru á Internetinu.