fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta

Pressan
Sunnudaginn 24. september 2023 07:30

Loftmynd af beinagrindinni. Mynd:Mehmet Işıklı

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrkneskir fornleifafræðingar fundu nýlega beinagrind af einstaklingi, sem tilheyrði elítunni, sem lést fyrir um 2.700 árum. Talið er hugsanlegt að viðkomandi hafi látist í jarðskjálfta sem reið yfir svæðið.

Live Science segir að viðkomandi hafi verið með skartgripi og umkringdur vopnum og munum á borð við innsigli sem voru notuð sem einhverskonar undirskrift.

Beinagrindin fannst í virki Ayanis, sem er í Van-héraði. Þar var konungsríkið Urartu frá níundu til sjöttu aldar fyrir Krist. Það náði frá því sem nú er Armenía að vesturhluta Íran til austurhluta Tyrklands en þar er Ayanis.

Fræðimenn hafa lengi rætt hvort jarðskjálfti og eldar í kjölfarið hafi valdið falli Ayanis. Allt frá því að uppgröftur hófst á svæðinu seint á níunda áratugnum hafa ekki fundist miklar sannanir fyrir þessari kenningu en nýfundna beinagrindin bætir töluvert úr því.

Beinagrindin verður rannsökuð til að skera úr um kyn og aldur viðkomandi og til að sjá hvort eitthvað sé eftir af heilanum. Beinagrindin hefur varðveist einstaklega vel og af þeim sökum eru vísindamenn sérstaklega spenntir yfir þessum fundi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm