Live Science segir að viðkomandi hafi verið með skartgripi og umkringdur vopnum og munum á borð við innsigli sem voru notuð sem einhverskonar undirskrift.
Beinagrindin fannst í virki Ayanis, sem er í Van-héraði. Þar var konungsríkið Urartu frá níundu til sjöttu aldar fyrir Krist. Það náði frá því sem nú er Armenía að vesturhluta Íran til austurhluta Tyrklands en þar er Ayanis.
Fræðimenn hafa lengi rætt hvort jarðskjálfti og eldar í kjölfarið hafi valdið falli Ayanis. Allt frá því að uppgröftur hófst á svæðinu seint á níunda áratugnum hafa ekki fundist miklar sannanir fyrir þessari kenningu en nýfundna beinagrindin bætir töluvert úr því.
Beinagrindin verður rannsökuð til að skera úr um kyn og aldur viðkomandi og til að sjá hvort eitthvað sé eftir af heilanum. Beinagrindin hefur varðveist einstaklega vel og af þeim sökum eru vísindamenn sérstaklega spenntir yfir þessum fundi.