fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Marsbíllinn Perseverance bjó til súrefni

Pressan
Sunnudaginn 24. september 2023 21:00

Marsbíllinn Perseverance. Mynd: NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Perseverance, Marsbíll bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, hefur verið við störf á Mars síðan í febrúar 2021. Frá þeim tíma hefur hann notað tæki sem nefnist MOXIE (Mars Oxygen In-Situ Resource Utilization Experiment) en það framleiðir súrefni úr koldíoxíði.

Á þeim tíma sem Perseverance hefur verið á Mars hefur tækið framleitt súrefni sem myndi duga fullorðinni manneskju í þrjár klukkustundir.

Þetta er í fyrsta sinn sem tilraun af þessu tagi hefur verið gerð. MOXIE er á stærð við örbylgjuofn og hefur nú framleitt 122 grömm af súrefni að sögn NASA. Þetta magn myndi duga litlum hundi í um 10 klukkustundir og manneskju í um 3 klukkustundir. Þetta hefur vakið vonir hjá vísindamönnum um að í framtíðinni geti fólk hafst við á Mars.

Live Science segir að 95% af andrúmsloftinu á Mars sé koldíoxíð og því nóg af því til að vinna súrefni úr.

Vísindamenn segja að MOXIE muni ekki aðeins koma að gagni við að framleiða súrefni því tækið geti einnig framleitt eldsneyti fyrir geimflaugar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm