fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

James Webb geimsjónaukinn sér hugsanleg ummerki um líf í lofthjúp fjarlægrar plánetu

Pressan
Sunnudaginn 24. september 2023 13:00

James Webb geimsjónaukinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Webb geimsjónauki bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA hefur numið hugsanleg ummerki um dímetýlsúlfat í lofthjúp fjarlægrar plánetu. Talið er að haf sé á þessari plánetu. Dímetýlsúlfat myndast aðeins hér á jörðinni af völdum svifþörunga.

Live Science segir að í nýrri rannsókn komi fram að sjónaukinn hafi numið þessi hugsanlegu ummerki um líf á plánetunni K2-18, sem er á braut um rauðan dverg í um 120 ljósára fjarlægð frá sólinni. Plánetan er um 8,6 sinnum massífari en jörðin og um 2,6 breiðari. Hún er á svokölluðu „lífvænlegu“ svæði, það er að segja fjarlægð hennar frá rauða dvergnum er þannig að þar getur líf þrifist.

Plánetan fannst árið 2015 með Kepler geimsjónaukanum. Hubble geimsjónaukinn fann síðan ummerki um vatn í lofthjúpnum árið 2018.

Í nýju rannsókninni, sem verður birt í vísindaritinu The Astrophysical Journal Letters og hefur verið birt á arXiv. Vísindamennirnir notuðu James Webb geimsjónaukann til að greina ljós sem kemur frá andrúmslofti plánetunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm