Live Science segir að í nýrri rannsókn komi fram að sjónaukinn hafi numið þessi hugsanlegu ummerki um líf á plánetunni K2-18, sem er á braut um rauðan dverg í um 120 ljósára fjarlægð frá sólinni. Plánetan er um 8,6 sinnum massífari en jörðin og um 2,6 breiðari. Hún er á svokölluðu „lífvænlegu“ svæði, það er að segja fjarlægð hennar frá rauða dvergnum er þannig að þar getur líf þrifist.
Plánetan fannst árið 2015 með Kepler geimsjónaukanum. Hubble geimsjónaukinn fann síðan ummerki um vatn í lofthjúpnum árið 2018.
Í nýju rannsókninni, sem verður birt í vísindaritinu The Astrophysical Journal Letters og hefur verið birt á arXiv. Vísindamennirnir notuðu James Webb geimsjónaukann til að greina ljós sem kemur frá andrúmslofti plánetunnar.