fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Hverjar eru menguðustu borgir heims?

Pressan
Sunnudaginn 24. september 2023 18:00

Það er mikil loftmengun í Kuala Lumpur. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í borgum á borð við Lahore í Pakistan, Hotan í Kína og Delhi á Indlandi er mikil mengun og loftgæði mjög slæm. En hvað varðar það að skera úr um hvaða borg er sú mengaðasta þá er útilokað að skera úr um það.

Þetta kemur fram í umfjöllun Live Science sem bendir á að þegar gróðureldar brenna geti loftgæðin í borgum á borð við New YorkChicagoSan Francisco og Seattle verið þau verstu í heimi. Þetta byggist á rauntímagögnum frá IQAir sem sérhæfir sig í framleiðslu mengunarmæla.

En loftið í þessum borgum er venjulega ekki svona mengað og þá vaknar spurningin um í hvaða borgum loftgæðin eru verst?

Samkvæmt gögnum IQAir þá voru loftgæðin verst í Lahore í Pakistan á síðasta ári. Hotan í Kína fylgdi þar á eftir og því næst úthverfi í Dehli á Indlandi.

2021 voru það þrjár indverskar borgir sem vermdu toppsætin. Höfuðborgin Delhi tróndi á toppnum. Af öðrum höfuðborgum, þar sem mengunin var mikil, má nefna Dhaka í Bangladess og N‘Djamena í Tsjad.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm