Þetta kemur fram í umfjöllun Live Science sem bendir á að þegar gróðureldar brenna geti loftgæðin í borgum á borð við New York, Chicago, San Francisco og Seattle verið þau verstu í heimi. Þetta byggist á rauntímagögnum frá IQAir sem sérhæfir sig í framleiðslu mengunarmæla.
En loftið í þessum borgum er venjulega ekki svona mengað og þá vaknar spurningin um í hvaða borgum loftgæðin eru verst?
Samkvæmt gögnum IQAir þá voru loftgæðin verst í Lahore í Pakistan á síðasta ári. Hotan í Kína fylgdi þar á eftir og því næst úthverfi í Dehli á Indlandi.
2021 voru það þrjár indverskar borgir sem vermdu toppsætin. Höfuðborgin Delhi tróndi á toppnum. Af öðrum höfuðborgum, þar sem mengunin var mikil, má nefna Dhaka í Bangladess og N‘Djamena í Tsjad.