fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Tréð sem fraus í tíma – Ráðgátan hefur loksins verið leyst

Pressan
Laugardaginn 23. september 2023 17:00

Wollemi fura. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið var að Wollemi-furan hefði dáið út fyrir 2 milljónum ára en öllum á óvörum þá fann hópur göngufólks slík tré í Wollemi þjóðgarðinum, sem er um 100 km vesta við Sydney í Ástralíu. Þjóðgarðsverði var gert viðvart og sýndi hann garðyrkjufræðingi tréð. Í kjölfarið var staðfest að þetta væri Wollemi-fura sem hefði í raun verið frosinn í tíma síðan risaeðlurnar gengu um á jörðinni.

Live Science segir að Wollemi-furan (Wollemia nobilis) sé kölluð lifandi-steingervingur af sumum. Hún er næstum algjörlega eins og leifar af slíku tré frá krítartímabilinu, sem var fyrir 145 til 66 milljónum ára.

Aðeins 60 slík tré vaxa villt í náttúrunni og eru þau í hættu vegna gróðurelda sem gjósa öðru hvoru upp á svæðinu.

Nú hafa vísindamenn frá Ástralíu, Bandaríkjunum og Ítalíu lesið genamengi furunnar og þannig varpað ljósi á einstaka þróun hennar og hvernig hún fjölgar sér. Þessi vitneskja kemur að gagni við það verkefni að varðveita tegundina. Rannsóknin hefur verið birt á bioRxiv en hefur ekki verið ritrýnd.

Furan er með 26 litninga sem samanstanda af 12.2 milljörðum basapara. Til samanburðar má nefna að fólk er aðeins með 3 milljarða basapara. En þrátt fyrir þennan mikla fjölda basapara þá er Wollemi-furan mjög fábreytt hvað varðar erfðafræðilega fjölbreytni. Það bendir til að tegundin hafi lent í vanda fyrir 10.000 til 26.000 árum þegar trjánum fækkaði mjög mikið.

Trén skiptast ekki mikið á erfðaefni og virðist sem þau tré sem enn lifa fjölgi sér aðallega með því að klóna sig sjálf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm