Live Science segir að ísraelskir fornleifafræðingar hafi fundið bogahliðið, sem er frá tíma Kanverja, og hvelfdar tröppur sem voru lokaðar inni í vel varðveittri múrsteinsbyggingu. Fornleifafræðingar hafa enga hugmynd um af hverju bogahliðið var byggt.
Áður höfðu fornleifafræðingarnir grafið upp langan gang sem lá að bogahliðinu og stiganum. Þetta er á Tel Shimron svæðinu sem er þekkt fyrir fornminjar. Kom það þeim mjög á óvart hversu vel varðveit bogahliðið og hvelfdu tröppurnar eru. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er gert úr óbrenndum múrsteinum sem endast sjaldan lengi að sögn Mario A.S. Martin, eins stjórnenda uppgraftrarins.
„Auðvitað veit maður aldrei hvað maður finnur á stað þar sem fornleifauppgröftur hefur aldrei átt sér stað áður, en ég get sagt með fullri vissu að enginn . . . átti von á að finna það sem við fundum,“ sagði hann.