fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

200.000 Bandaríkjamenn gætu látist árlega af völdum hita ef hnattræn hlýnun verður 3 gráður

Pressan
Laugardaginn 23. september 2023 16:00

Losun gróðurhúsalofttegunda veldur loftslagsbreytingum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 200.000 Bandaríkjamenn gætu látist árlega af völdum hita ef hnattræn hlýnun verður að meðaltali 3 gráður miðað við það sem var áður en iðnvæðingin hófst. Borgaryfirvöld í bandarískum borgum búa sig ekki undir hækkandi meðalhita.

Í 106 bandarískum borgum, þar sem um 65% þjóðarinnar búa, létust að meðaltali 36.444 árlega af hitatengdum orsökum. Þrír fjórðu hlutar þessa fjölda var fólk 75 ára eða eldra.

Ef meðalhitinn hækkar um 3 gráður, eins og sumir loftslagssérfræðingar spá að muni gerast fyrir næstu aldamót, og hlutfall eldri borgarar eykst eins og reiknað er með, gætu árleg dauðsföll, af völdum hita, fimmfaldast. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu GeoHealth.

Ef þetta gerist þá mun fjöldi andláta af völdum hita verða um einn þriðji af fjölda andláta af völdum krabbameins árlega í Bandaríkjunum. Flest dauðsföllin munu eiga sér stað í norðurríkjum landsins en þar eru borgirnar ekki vel undir það búnar að hitinn hækki.

Ef borgirnar undirbúa sig undir hækkandi hita, til dæmis með því að bæta aðgengi að loftkældu húsnæði, er hægt að fækka dauðsföllunum um 28% að sögn höfunda rannsóknarinnar.

Andrew Dessler, einn höfunda rannsóknarinnar, sagði að loftslagsbreytingunum fylgi ýmsar áskoranir fyrir mannkynið. Ein þeirra sé dauðsföll af völdum hita. Hann sagði að höfundar rannsóknarinnar reikni með að dauðsföllum af völdum hita muni fjölga næstu öldina, aðallega vegna hækkandi meðalaldurs. Ef meðalhitinn lækkar um minna en 3 gráður reikna vísindamennirnir með að dauðsföllum af völdum hitastigs muni dauðsföllin ekki verða eins mörg því færri muni deyja af völdum kalds veðurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm