Í 106 bandarískum borgum, þar sem um 65% þjóðarinnar búa, létust að meðaltali 36.444 árlega af hitatengdum orsökum. Þrír fjórðu hlutar þessa fjölda var fólk 75 ára eða eldra.
Ef meðalhitinn hækkar um 3 gráður, eins og sumir loftslagssérfræðingar spá að muni gerast fyrir næstu aldamót, og hlutfall eldri borgarar eykst eins og reiknað er með, gætu árleg dauðsföll, af völdum hita, fimmfaldast. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu GeoHealth.
Ef þetta gerist þá mun fjöldi andláta af völdum hita verða um einn þriðji af fjölda andláta af völdum krabbameins árlega í Bandaríkjunum. Flest dauðsföllin munu eiga sér stað í norðurríkjum landsins en þar eru borgirnar ekki vel undir það búnar að hitinn hækki.
Ef borgirnar undirbúa sig undir hækkandi hita, til dæmis með því að bæta aðgengi að loftkældu húsnæði, er hægt að fækka dauðsföllunum um 28% að sögn höfunda rannsóknarinnar.
Andrew Dessler, einn höfunda rannsóknarinnar, sagði að loftslagsbreytingunum fylgi ýmsar áskoranir fyrir mannkynið. Ein þeirra sé dauðsföll af völdum hita. Hann sagði að höfundar rannsóknarinnar reikni með að dauðsföllum af völdum hita muni fjölga næstu öldina, aðallega vegna hækkandi meðalaldurs. Ef meðalhitinn lækkar um minna en 3 gráður reikna vísindamennirnir með að dauðsföllum af völdum hitastigs muni dauðsföllin ekki verða eins mörg því færri muni deyja af völdum kalds veðurs.