fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Óhugnanlegt mál – Lokaður inni í kústaskáp í mánuð

Pressan
Föstudaginn 22. september 2023 04:05

Skápurinn var minni en þetta rými. Mynd:Aribnb

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúmlega mánuð var ungur maður lokaður inni í kústaskáp í Brøndby í Danmörku. Fjögur systkin hans sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Ungi maðurinn er 22 ára. Það eru þrjár systur hans og einn bróðir sem eru í gæsluvarðhaldi, grunuð um að hafa lokað manninn inni í kústaskáp.

Lögreglan telur að manninum hafi verið haldið innilokuðum í kústaskápnum vegna kynhneigðar hans. Hér sé um mál að ræða þar sem ættingjar hans töldu kynhneigðina vera fjölskyldunni til skammar.

Caroline Sophia Tarrow, saksóknari, sagði í samtali við Ekstra Bladet að hægt sé að lýsa skápnum sem kústaskáp eða búri án glugga og ljóss. Hafi maðurinn verið með dýnu og fötu til að losa sig við þvag og hægðir í.

Ein af systrunum er grunuð um að hafa slegið manninn með rafmagnssnúru þegar hann hrópaði á hjálp.

Þegar gæsluvarðhaldskrafa lögreglunnar var tekin fyrir hjá dómara vildi aðeins ein af systrunum tjá sig. Hún sagði að innilokaði bróðirinn væri „lauslátur“ og ætti marga kynlífsfélaga.

Þegar hún var handtekin, sagði hún lögreglumönnum að bróðirinn hefði verið lokaður inni því hann væri samkynhneigður. Hún féll frá þessari skýringu þegar gæsluvarðhaldskrafan var tekin fyrir. En það breytir því ekki að lögreglan telur að kynhneigð mannsins hafi valdið því að hann var lokaður inni í skápnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm