fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Tesla byggir nýja verksmiðju í Mexíkó – Kostar 2.000 milljarða

Pressan
Fimmtudaginn 21. september 2023 07:00

Tesla er vinsæl tegund rafbíla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tesla og margir af birgjum bílaframleiðandans ætla á næstu tveimur árum að fjárfesta fyrir 15 milljarða dollara í nýrri verksmiðju í Mexíkó.

Samuel Garcia, ríkisstjóri í Nuevon Leon, skýrði frá þessu í síðustu viku. Upphæðin er þrisvar sinnum hærri en áður hafði verið tilkynnt.

Yfirvöld í Nuevon Leon þurfa að fjárfesta í innviðum á borð við hraðbrautir vegna verksmiðjunnar.

Elon Musk, forstjóri Tesla, tilkynnti um byggingu verksmiðjunnar í mars og sagði að um svokallaða „risaverksmiðju“ yrði að ræða.

Ákvörðun Tesla kom í kjölfar tilkynninga frá bílaframleiðendum á borð við BMW, General Motors og Ford sem hafa fjárfest mikið í framleiðslu rafbíla í Mexíkó.

Tesla er sagt reikna með að hefja framleiðslu í verksmiðjunni 2025.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm