Samuel Garcia, ríkisstjóri í Nuevon Leon, skýrði frá þessu í síðustu viku. Upphæðin er þrisvar sinnum hærri en áður hafði verið tilkynnt.
Yfirvöld í Nuevon Leon þurfa að fjárfesta í innviðum á borð við hraðbrautir vegna verksmiðjunnar.
Elon Musk, forstjóri Tesla, tilkynnti um byggingu verksmiðjunnar í mars og sagði að um svokallaða „risaverksmiðju“ yrði að ræða.
Ákvörðun Tesla kom í kjölfar tilkynninga frá bílaframleiðendum á borð við BMW, General Motors og Ford sem hafa fjárfest mikið í framleiðslu rafbíla í Mexíkó.
Tesla er sagt reikna með að hefja framleiðslu í verksmiðjunni 2025.