fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Pressan

Þurrka ennið á brjóstum þeirra

Pressan
Þriðjudaginn 19. september 2023 04:05

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að breska heilbrigðiskerfið hafi nýlega orðið fyrir miklu áfalli. Þá var rannsókn birt sem sýnir að stór hluti kvenkyns skurðlækna verður fyrir óviðeigandi athugasemdum, niðurlægjandi framkomu og beinni kynferðislegri áreitni og ofbeldi.

BBC hefur komist yfir rannsóknina og segir að þær konur, sem tóku þátt í könnuninni, hafi skýrt frá atvikum á borð við að karlkyns starfsmenn sjúkrahúsa hafi þurrkað enni sitt á brjóstum þeirra og nuddað stífum getnaðarlim sínum upp við þær. Margar segja að þeim hafi verið boðin stöðuhækkun í skiptum fyrir kynlíf.

Það voru vísindamenn við University of Exeter, University of Surrey og Working Party on Sexual Misconduct in Surgery sem gerðu rannsóknina. Hefur niðurstöðunum verið lýst sem „miklu áfalli“.

Tæplega tvær af hverjum þremur konum, sem tóku þátt í rannsókninni, sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Þriðjungur sagðist hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á síðustu fimm árum.

BBC segir að sumar konurnar segist hafa orðið fyrir nauðgun þegar þær voru nemar en aðrar segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni inni á skurðstofum, fyrir framan annað starfsfólk, þegar þær voru nemar.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu British Journal of Surgery.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Veggjalýs gera Frökkum lífið leitt – „Enginn er öruggur“

Veggjalýs gera Frökkum lífið leitt – „Enginn er öruggur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vildi bara taka einn hring í viðbót en hvarf sporlaust – Telja að henni hafi verið rænt

Vildi bara taka einn hring í viðbót en hvarf sporlaust – Telja að henni hafi verið rænt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera út af við mýtuna – Þetta gerist ekki þegar þú ert undir áhrifum áfengis

Gera út af við mýtuna – Þetta gerist ekki þegar þú ert undir áhrifum áfengis
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Brú lífsins“ hafði þveröfug áhrif

„Brú lífsins“ hafði þveröfug áhrif