Samkvæmt frétt Fakt þá fann lögreglan líkin þrjú á föstudaginn þegar hún leitaði í kjallara hússins. Höfðu þau verið grafin í kjallaranum.
54 ára maður og tvítug kona, íbúar hússins, voru handtekin vegna málsins. Þau eru feðgin. Telur lögreglan að konan sé móðir barnanna og að það yngsta hafi fæðst einhvern tímann á síðustu þremur vikum.
„Okkur er öllum brugðið,“ sagði nágranni sem ræddi við Fakt.