Skoskur karlmaður á sextugsaldri liggur illa haldinn á spítala eftir að hafa orðið fyrir árás mannýgra kúa. Maðurinn var í göngutúr um Traigh Eais-ströndina á skosku eyjunni Barra síðastliðinn laugardag, ásamt tveimur konum, þegar hjörð kúa umkringdi hópinn og réðust síðan þremenningana.
Kalla þurftil til lögreglu og björgunarsveitir til að aðstoða fólkið og flytja fórnarlömb árásarinnar á sjúkrahús. Maðurinn hlaut alvarlegustu meiðslin og var fluttur á spítala í höfuðborginni Glasgow en gert var að sárum kvennanna á nærliggjandi spítala.
Lögreglan segir í yfirlýsingu að málinu sé lokið og beljurnar brjáluðu þurfa ekki að búast við því að þurfa að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna.